20. ágúst 2022 - 14:00
20. ágúst 2022 - 15:00

Menningarnótt – Leiðsögn skrípóteiknara: Sprengikraftur mynda

Leiðsögn skrípóteiknara – Erró: Sprengikraftur mynda
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Halldór Baldursson, margverðlaunaður teiknari, verður með tvær leiðsagir um sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda í Hafnarhúsi laugardaginn 20. ágúst. Fyrri leiðsögnin hefst kl. 14.00 og hin síðari kl. 15.00.

Erró er einn fárra íslenskra listamanna sem náð hafa fótfestu í heimi alþjóðlegrar myndlistar. Sprengikraftur mynda er heildstæð úttekt á hinum litríka ferli listamannsins sem hefur fengist við ýmsa miðla myndlistarinnar. Þar má finna allt frá gjörningum, vídeólist, grafík, fjölfeldi og klippimyndum, til stórra verka í almannarými og málverka á öllum skala, sem hafa unnið honum verðugan sess í evrópskri listasögu. Hér er á ferðinni umfangsmesta sýning sem sett hefur verið upp á verkum listamannsins hérlendis.

Verð viðburðar kr: 
0