19. ágúst 2023 - 12:00 til 22:00

Menningarnótt á Kjarvalsstöðum

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt! 

10.00 – 22.00: Sýningaropnun! Myndlistin okkar er afrakstur kosningar þar sem fólki gafst tækifæri til þess að velja listaverk úr safneigninni. Skemmtilegur lista-ratleikur verður í boði fyrir gesti safnsins. 

12.00: Setning Menningarnætur. Eftir að borgarstjóri setur hátíðina munu Langi Seli og Skuggarnir trylla lýðinn og Happy Studio býður upp í dans.

13.00, 13.30, 14.00, 14.30: Örleiðsagnir um sýningarnar.

15.00: Marentza Poulsen og samstarfsfólk hennar á Klambrar Bistro kynna fyrsta kaflann í sýningarseríunni Myndlistin Þeirra sem er sá hluti sýningarinnar Myndlistin okkar þar sem náinir samstarfsaðilar Listasafns Reykjavíkur velja verk á sýninguna.

20.00: Kosningavaka: Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og kosningaspekúlant, rýnir í tölur og mögulegar útkomuspár Myndlistarinnar okkar. Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar, verður með upplýsingar um niðurstöður og framkvæmd kosninganna.

Frítt er inn í öll safnhús Listasafns Reykjavíkur á Menningarnótt.

Verð viðburðar kr: 
0