20. febrúar 2020 - 18:00 til 21:00
27. febrúar 2020 - 18:00 til 21:00

Melur mathús: Kvöldverður

Melur mathús: Kvöldverður
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Íslenska melgresið er vel þekkt gras sem fyrir mörgum er tákn um seiglu. Hvernig getur svartur sandur alið svo gróskumikinn gróður? Melgresi og fjölbreytt nýting þess birtist í ýmsum myndum á heimilum fólks og nærumhverfi á öldum áður. En hvað hefur það upp á að bjóða nú á tímum? 

 

Hér býðst gestum að kynnast melgresi og möguleikum þess í gegnum skilningarvitin fimm. Gestir fá að sjá, bragða, drekka, lykta og snerta.

Fjögurra rétta kvöldverður plús drykkur og hin fjögur skilningarvitin verða ekki skilin útundan.

Aðgangseyrir 8900 kr. - Takmarkað sætaframboð.
Miðapöntun í gegnum netfangið signyjonsdottir@gmail.com eða í síma 866 8290.
Möguleiki er á vegan útfærslu. 

Listasafn Reykjavíkur hýsir viðburðinn fyrir hönd Kjartans Óla Guðmundssonar hönnuðar og matreiðslumanns, Signýjar Jónsdóttur vöruhönnuðar og Sveins Steinars Benediktsson mastersnema í hönnun við Listaháskóla Íslands. Þessi uppákoma er framhald af rannsóknarverkefni Signýjar og Sveins á vegum Rannís þar sem möguleikar melgresis voru skoðaðir og lokaverkefnis Kjartans frá vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands þar sem spurningunni hvernig bragðast staður var varpað fram?

Verkefnið er tilnefnt sem öndvegisverkefni til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2020.

 

 

Verð viðburðar kr: 
8 900