23. ágúst 2019 - 12:00 til 13:00

Málum geiminn: List í boði NASA

Málum geiminn: List í boði NASA
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

NASA hefur fengið listamenn til liðs við sig frá sjöunda áratugnum til að varpa ljósi á geimferðir og aðra starfsemi sína. Verið velkomin á fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur, þar sem prófessor James Merle Thomas fræðir okkur um hvernig bandaríski listamaðurinn Robert Rauschenberg og fleiri sköpuðu nýjan táknheim í listrænni túlkun á könnun geimsins.

Prófessor James Merle Thomas er  fræðimaður með doktorsgráðu sem hefur rannsakað táknheim NASA og var áður hjá flug og geimvísindasafni Bandaríkjanna. Í dag er prófessor James Merle Thomas lektor  í listasögu hjá Temple Háskóla í Bandaríkjunum og er meðlimur raftónlistartvíeykisins Quindar. Quindar er á Íslandi í boði sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi og mennta- og menningardeildar Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem sendiherrar listgreina (Arts Envoy).

Nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/events/1122097307989165/

Þessi viðburður er ókeypis og allir velkomnir. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Verð viðburðar kr: 
0