Málþing: WERK – Labor Move

Artist´ Moving Image - málþing
Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir alþjóðlegu málþingi, vettvangi þar sem listamönnum, kvikmyndagerðarmönnum, fræðimönnum og sýningastjórum er boðið til samstarfs og samræðu, kvikmyndasýninga og hringborðsumræðna.
Málþinginu verður skipt í tvö áherslusvið:
I. Stöðu kvikmyndaverka myndlistarmanna á mörkum myndlistar og kvikmyndagerðar og möguleikar þess að finna nýjar, áhugaverðar og sjálfbærar leiðir til að hlúa að kvikmyndagerð listamanna.
II. Að kanna áberandi rannsóknaraðferðir, aðferðarfræði og miðlunar-stefnu á kvikmyndum listamanna, sem hverfast um alþjóðleg, efnahagsleg og félagspólitísk efnistök s.s. vinnuhagkerfi heimsins og fólksflutninga.
Málþingið er haldið í tilefni einkasýningar Huldu Rósar Guðnadóttur myndlistarkonu í Listasafni Reykjavíkur, í víðu samhengi hinnar virku og þekktu myndlistarsenu Íslands í gerð kvikmynda og vídeólistar.
Málþinginu verður streymt á netinu.
Tilkynnt verður um þátttakendur í lok febrúar.