22. október 2022 - 13:00 til 17:00

Málþing – Vísitasíur: Listir, umboð og inngilding

Ljósmynd: Snæbjörnsdóttir/Wilson (2016) Matrix. Glass (National Glass Centre, UK)
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Málþingið er lokahnykkurinn á verðlaunaverkefni Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilson Ísbirnir á villigötum (2019-2022). Sérstakir boðsgestir málþingsins eru listamennirnir Mark Dion (BNA) og Terike Haapoja (BNA/FI), sem einnig skrifa í nýútkomna bók Bryndísar og Marks Óræð lönd, en þau munu fjalla um verk sín og ræða sameiginlegar og ólíkar nálganir til listsköpunar og umhverfisins. Öll fjögur munu þau ræða hugmyndir sínar um getu listarinnar til að hrófla við hlutum af leikgleði, hreyfa við valdakerfum og koma á breytingum á krísutímum. Einnig munu þau ræða ótæmandi möguleika myndlistar á að tengjast öðrum sviðum, þar á meðal vísindum, söfnum, háskólum, dægurmenningu og fjölmiðlum.   

Ókeypis þátttaka. Skráning HÉR

Aðrir fyrirlesarar málþingsins eru samstarfsaðilar verkefnisins, þau Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við HÍ og sýningarstjóri verkefnsins, Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði við HÍ og meðrannsakandi verkefnisins, og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, safnafræðingur og verkefnastjóri verkefnisins. Í lok málþingsins stýrir Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar við Listasafn Reykjavíkur, pallborðsumræðum með þátttöku listamannanna fjögurra. Hulda Stefánsdóttir, sviðsforseti akademískrar þróunar við Listaháskóla Íslands, opnar málþingið, en verkefnið er hýst við skólann.

Málþingið fer fram á ensku.

Dagskrá málþingsins

Programme:

13.00
Markús Þór Andrésson, chief museum curator: Symposium opening

13.05
Hulda Stefánsdóttir, Dean at Iceland University of the Arts: Address  

13.10
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, project coordinator: Visiting Knowledge

13.20
Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, project directors: Visitations: How Stories Are Made

14.00
Æsa Sigurjónsdóttir, project co-researcher: Overcoming Representation: With Polar Bears in the Art Museum

14.20
Kristinn Schram, project co-researcher: Bearfolk Out of Place: Narratives of Human-Polar Bear Encounters From a Folkloristic Perspective.

14.40-15.00
BREAK

15.00
Mark Dion, artist (US): Animal Endeavours: Thirty Years of Working With and About Non-Human Animals.

15.40
Terike Haapoja, artist (US/FI): Vulnerability, Animality, Community.

16.20-17.00
Panel discussion: Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Terike Haapoja and Mark Dion. Chaired by Markús Þór Andrésson.

Verð viðburðar kr: 
0