22. september 2019 - 14:30

Málþing um geðveiki í listum

Málþing um geðveiki í listum
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Málþingið er hluti af menningarhátíðinni Klikkuð Menning sem er á vegum Geðhjálpar og fer fram dagana 19. – 22. september.

Frummælendur:
Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræði við HÍ
„Kleppur er víða“: Um geðheilbrigði og hugarheima í kvikmyndum á 20. öld

Harpa Rún Kristjánsdóttir, MA í Almennri bókmenntafræði og sauðfjárbóndi
Geðveikar húsmæður í íslenskum sveitasögum

Hulda Sif Ásmundsdóttir, BA í ljósmyndun með áherslu á heimildarljósmyndun
Klikkaðar ljósmyndir 

Stjórnandi: Margrét Marteinsdóttir
Frítt er á viðburðinn

Verð viðburðar kr: 
0