9. október 2021 - 13:00

Málþing: Iðavöllur – heimsmynd kynslóðar?

Málþing: Iðavöllur, heimsmynd kynslóðar?
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Málþingið er haldið í tengslum við sýninguna Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld sem tekið hefur yfir allt Hafnarhús Listasafns Reykjavíkur. Á sýningunni er að finna ný verk eftir fjórtán íslenska listamenn sem líta má á sem leiðandi afl sinnar kynslóðar um leið og draga má ályktanir um stærra samhengi innlendrar sem alþjóðlegrar samtímalistar.

Skráning HÉR

Markmiðið með málþinginu er að rýna í umgjörð og inntak sýningarinnar, verk hennar og viðfangsefni frá ólíkum sjónarhornum. Framsögumenn munu leitast við að greina ýmsa samfélagslega, pólitíska og/eða stofnanalega þætti sem túlka má út frá stærra samhengi hennar, og spyrja hvort og þá hvernig sýning á verkum samtímalistamanna getur afhjúpað heimsmynd okkar tíma, líkt og titill sýningarinnar vísar til.

Fundarstjóri er Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, verkefnastjóri.

Dagskrá
Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri ávarpar gesti
Kl. 13:10
Inngangur og kynning 
Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar
Kl. 13:30
Að gera sér andartakið mögulegt
Jóhannes Dagsson, heimspekingur, myndlistarmaður og dósent við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands
Kl. 13:50
Ef sýningin er aðferð, hvernig aðferð er hún þá?
Hanna Styrmisdóttir, sýningarstjóri og prófessor í sýningagerð við Listaháskóla Íslands
Kl. 14:10
Sköpunarsaga íslenskrar myndlistar: Hver er guðinn?
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, doktorsnemi í safnafræði
Kl. 14:30 
Kaffihlé 
kl. 14:45 
Pallborðsumræður og spurningar
Aldís Snorradóttir, verkefnastjóri sýninga og listamennirnir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Bjarki Bragason og Páll Haukur Björnsson, taka þátt í pallborðsumræðum ásamt fyrirlesurum. 
Kl. 15.30
Málþingi lokið

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.