24. ágúst 2019 - 17:00 til 23:00

LR Trattoria

LR Trattoria
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Vínbóndinn, Borðhald og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir LR Trattoria á 2. hæð Hafnarhússins á Menningarnótt, laugardaginn 24. ágúst. 

Boðið verður upp á úrval náttúruvína og smárétta. 

Vínbóndinn flytur inn léttvín frá Ítalíu sem hafa verið framleidd af ást og virðingu fyrir náttúrunni og eru ljúffeng.

Borðhald er pop-up viðburður sem leitast við að tenga vín, mat og fólk. Valin náttúruvín og staðbundinn matur.