25. maí 2023 - 20:00
Ljóð leikur list

Staður viðburðar:
Kjarvalsstaðir
Ljóðasmiðja í tengslum við sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, kl. 20. Hvað gerist þegar við leyfum myndlist að kveikja á orðum og ljóðtexta? Viðburðurinn fer fram á íslensku en þátttakendur eru hvattir til að skrifa texta á því tungumáli sem þeir kjósa.
Skráning HÉR
Halla Margrét Jóhannesdóttir, verkefnastjóri miðlunar hefur umsjón með viðburðinum. Halla er leikari og er jafnframt með MA gráðu í ritlist.
Fjöldi safna og sýningastaða býður upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Þá er tilvalið að bregða sér af bæ og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlist í miðborginni!
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.