22. júlí 2021 - 18:00 til 19:00

Listverður: Plates on display

Listverður: Plates on display
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Plates On Display er tilraunkennd sýning, skipulögð af MÁL/TÍÐ, sem frumsýnd verður í formi kvöldverðar, fimmtudaginn 22. júlí kl. 18-19.00 í Setustofu Hafnarhúss á 2. hæð.

Plates on Display leitast við að kanna merkingu matar og listar í tengslum við hvort annað. Matur og list hafa lengi tengst sterkum böndum: matur er aðalmyndefni margra listaverka, listaverk skreyta veitingastaði, sjálfsagt þykir að veitingastaðir séu reknir innan veggja listagallería og listafólk hefur nýtt sér mat sem efnivið í verkum sínum. Hvernig væri samt að blanda þessum tveim heimum enn frekar saman? 

Pengruiqio og Pola Sutryk bjóða þér að bóka borð á pop-up veitingastað þeirra í Hafnarhúsi þar sem listaverk verða borin fram á borð í stað máltíða sem hluti af einstökum smakkseðli – og er skipulagður sérstaklega fyrir þig! 

Öllum er velkomið að sitja lengur og spjalla við listafólkið að kvöldverði loknum. 

Frítt er inn á viðburðinn en skráning nauðsynleg á info.maltid@mail.com. Vinsamlegast takið fram í skráningunni ef um einhvers konar ofnæmi eða óþol er að ræða og hægt er að biðja um vegan útgáfu fyrir 20. júlí. 

Pengruiqio er listamaður af kínverskum og breskum ættum, búsett í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BSc í Pure Mathematics, en í list sinni hefur hún meðal annars einbeitt sér að málun, skúlptúragerð og ljósmyndun. Fyrsta einkasýning Pengruiqio, Edible Inedibles, var haldin í Ekkiséns galleríinu í Reykjavík árið 2015. Sýningin markaði upphaf leiðangurs Pengruiqio inn í samband matar og listar, en frá sýningaropnuninni hefur hún unnið við margvíslega aðra miðla og samhliða því þróað með sér einkennandi málarastíl. 

Árið 2019 dvaldi Pengruiqio í listaaðsetri í Fuzhou, afskekktum fjallastað í Kína, hvar hún lagði stund á starfsnám í tvo mánuði undir handleiðslu meistara í hinu svokallaða lacquer efni. Vinna Pengruiqio við þetta forna og erfiða efni veitti henni innblástur og nýja sýn á það hvernig hægt væri að nálgast listaverk og listsköpun á sjálfbærari máta. 

Pola Sutryk situr í stjórn MÁL/TÍÐ og er kokkur sem vinnur með hráefni sem hún safnar til sjálf. Hún beitir sér einnig fyrir hefðbundnum og heimilislegum eldunaraðferðum hvaðanæva úr heiminum. Uppvaxtarár Pola í öræfum austur Póllands gerðu það að verkum að hún þróaði með sér vissa fagurfræði sem og næmni gagnvart umhverfi sínu. Pola nýtir þessa eiginleika á sviði menningar og matreiðslu. Matreiðsluferlið sjálf er unnið af virðingu gagnvart þátttakendum þess, þeirra sem elda, þeirra sem borða og þeirra sem eru borðuð. Pola nýtir mat til að skapa tengingar, en hún hefur unnið með listamönnum, vörumerkjum og stofnunum að sköpun ætilegra listaviðburða.

Verð viðburðar kr: 
0