12. mars 2022 - 14:00

Listin talar tungum: Sjónlýsing fyrir blinda og sjónskerta

Listin talar tungum: Sjónlýsing fyrir blinda og sjónskerta
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Guðbjörg H. Leaman og Þórunn Hjartardóttir verða með sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta á sýningunni Eins langt og augað eygir á Kjarvalsstöðum laugardaginn 12. mars kl. 14:00.

Ókeypis aðgangur. Skráning HÉR

Eins langt og augað eygir er fjölbreytt og umfangsmikil yfirlitssýning á verkum myndlistarmannsins Birgis Andréssonar (1955-2007) sem tekur yfir nær alla Kjarvalsstaði.

Birgir var var leiðandi afl í íslenskri myndlist í meira en 30 ár en féll frá langt fyrir aldur fram. Birgir leitaði í brunn íslenskrar menningar, sagna, hefða og handverks þjóðarinnar og dró þar fram þætti sem hann síðan setti fram á sinn einstæða hátt í verkum sem tryggðu honum sess í íslenskri listasögu og aðdáun á alþjóðlegum vettvangi myndlistar. Sýningin veitir innsýn í áhrifamikinn feril listamannsins og tengir verk hans við innlenda og erlenda samtímalist. 

Listin talar tungum er hluti af samstarfsverkefninu Tökum höndum saman á vegum Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur sem hlaut af Öndvegisstyrk Safnasjóðs.

Verð viðburðar kr: 
0