3. október 2021 - 13:00

Listin talar tungum: Leiðsögn á litháísku / Lietùviškai

Listin talar tungum: Leiðsögn á litháísku / Lietùviškai
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Listasafn Reykjavíkur býður upp á myndlistaleiðsögn á ýmsum tungumálum í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi.

Jurgita Motiejunaite, lista- og málakennari í Litháíska móðurmálsskólanum, verður með leiðsögn á litháísku um sýninguna Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld í Hafnarhúsi.

Skráning er nauðsynleg HÉR

Í sýningunni Iðavöllur koma saman fjórtán öflugir listamenn sem hafa umbreytt Hafnarhúsinu með verkum sínum og þeirri grósku sem einkennir íslenska myndlistarsenu. Listamenn sem líta má á sem leiðandi afl sinnar kynslóðar. Nokkuð er liðið síðan staðan var tekin á þeim hræringum sem eru í deiglunni meðal þeirra listamanna sem eru í mestum vexti og blóma á sínum ferli og endurspegla viðfangsefni og nálgun samtímans.

Nýr inngangur í Hafnarhús! Gengið inn um bakdyrnar – frá Naustum (milli Hafnarhúss og Tollhúss).

Listin talar tungum er hluti af samstarfsverkefninu Tökum höndum saman á vegum Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur sem hlaut af Öndvegisstyrk safnasjóðs.

Verð viðburðar kr: 
0