2. október 2022 - 14:00

Listin talar tungum: Leiðsögn á kóresku

Listin talar tungum
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Listasafn Reykjavíkur býður upp á myndlistaleiðsögn á ýmsum tungumálum í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi.

Milan Chang, lektor og kennari í kóreska móðurmálsskólanum, verður með leiðsögn á kóresku um sýninguna Unndór Egill Jónsson og Ásmundur Sveinsson: Eftir stórhríðina í Ásmundarsafni við Sigtún, sunnudaginn 2. október kl. 13:00.

Skráning HÉR

Á sýningunni mætast myndhöggvarar tveggja tíma í samtali sem veitir nýja sín á arfleifð Ásmundar Sveinssonar ásamt því að kynna fyrir gestum ný verk starfandi listamanns. Að þessu sinni sýnir Unndór Egill Jónsson verk sín í samtali við verk Ásmundar en safnið hefur nú um nokkurt skeið unnið með arfleifð Ásmundar á þennan hátt.

Listin talar tungum er hluti af samstarfsverkefninu Tökum höndum saman á vegum Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur sem hlaut af Öndvegisstyrk safnasjóðs.

Ókeypis er á viðburðinn.

Verð viðburðar kr: 
0