14. nóvember 2021 - 13:00

Listin talar tungum: Döff leiðsögn um sýninguna Abrakadabra

Listin talar tungum: Döff leiðsögn um sýninguna Abrakadabra
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Rúna Vala Þorgrímsdóttir verður með leiðsögn á táknmáli um sýninguna Abrakadabra – töfrar samtímalistar í Hafnarhúsi.

Ókeypis er á viðburðinn. Skráning HÉR

Við kynnumst töfrum samtímalistar á þessari skemmtilegu sýningu fyrir alla sem vilja sjá ný og spennandi verk eftir núlifandi listamenn. Markmiðið er að gera heim samtímalistar aðgengilegan. Í verkunum má sjá fjölbreytileika listarinnar, þau höfða til ímyndunaraflsins og skynfæranna, þar er fjallað um líkamann, sjálfsmyndina, náttúruna, samfélagið og ótal margt fleira.

Listin talar tungum er í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi og er hluti af samstarfsverkefninu Tökum höndum saman á vegum Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur sem hlaut af Öndvegisstyrk Safnasjóðs.

Verð viðburðar kr: 
0