1. ágúst 2019 - 20:00

Listaverkin í Laugardalnum

Ásmundarsafn við Sigtún
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Aldís Snorradóttir listfræðingur og verkefnastjóri miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur leiðir göngu um listaverkin í einu vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga, Laugardalnum. Mörg listaverk má finna í Laugardalnum sem tengjast sögu hans og starfsemi á einn eða annan hátt.

Gangan hefst kl. 20 og að þessu sinni er lagt af stað frá Ásmundarsafni við Sigtún. 

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafnið og Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn fimmtudagskvöld í sumar.

Hægt er að finna frekari upplýsingar um kvöldgöngur og dagskrá sumarsins hér: facebook.com/kvoldgongur.