1. apríl 2020 - 8:00 til 23:45

Listaverk dagsins: Ráðgáta vegarins

Eyjólfur Einarsson (1940), Ráðgáta vegarins / Enigma of The Road, 2003.

Listaverk dagsins er Ráðgáta vegarins frá 2003 eftir Eyjólf Einarsson (1940).

Í safni Listasafns Reykjavíkur eru nokkur málverk eftir Eyjólf Einarsson. Mörg verka hans birta óræðan en þó hlutbundinn heim á mörkum draums og veruleika. Strengjabrúður, skip, hringekjur og turnbyggingar koma þar fyrir endurtekið.

Hér má  fræðast nánar um listamanninn og sjá myndir frá sýningu hans á Kjarvalsstöðum 2003.