6. apríl 2020 - 8:00 til 23:45

Listaverk dagsins: Má bjóða þér meira?

Anna Líndal, Má bjóða þér meira? / Would You Like Some More?, 1995.

Listaverk dagsins er Má bjóða þér meira? frá 1995 eftir Önnu Líndal.

Myndaröðin sýnir listakonuna með munstraða svuntu, hægláta konu við þá hversdagslegu athöfn að hella kaffi í bolla. Örlæti hennar er þó með þeim hætti að upp úr flóir og það skapast eins konar hættuástand. Svipað ástand og þegar konur kölluðu á athygli og fóru fram á jöfn tækifæri á við karla.

Togstreitan á milli einkalífs og utanaðkomandi væntinga samfélagsins er endurtekið stef í verkum frá fyrri hluta ferils Önnu. Þá ákvað hún sem ung móðir að afmarka efnisval sitt við það sem var til staðar inni á heimilinu og breytti þannig aðstæðum sem almennt var litið á sem heftandi í kjörlendi sinnar listrænu sköpunar.

Hér má sjá myndir frá yfirlitssýningu Önnu, Leiðangur, á Kjarvalsstöðum 2017.