25. mars 2020 - 8:00 til 23:45

Listaverk dagsins: Friðarsúlan

Listaverk dagsins: Friðarsúlan

Friðarsúlan í Viðey (2007) lýsir nú upp kvöldhimininn fram til föstudagsins 26. mars. Tímasetning tendrunarinnar helgast af því að þann 20. mars árið 1969 gengu Yoko Ono og John Lennon í hjónaband, en tímasetningin markar einnig vorjafndægur. Á þessum tíma er dagurinn um það bil jafnlangur nóttunni hvar sem er á jörðinni.

Streymt er beint frá Friðarsúlunni hér: http://imaginepeacetower.com/

Friðarsúlan er listaverk Yoko Ono (f. 1933) og er hugsuð sem leiðarljós fyrir heimsfrið. Verkið er í formi „óskabrunns“ en á hann eru orðin „Hugsa sér frið“ grafin á 24 tungumálum. Það er því vel við hæfi að tendra Friðarsúluna og hugsa sér frið á þessum sérstöku tímum.