4. október 2015 - 15:00

Listamannaspjall: Katrín Sigurðardóttir

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Katrín Sigurðardóttir leiðir gesti um sýninguna Horft inní hvítan kassa – skúlptúrar og módel, sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi.

Á sýningunni má upplifa tvö verk eftir listakonuna sem nýlega hafa bæst í safneign Listasafns Reykjavíkur auk átta vinnumódela Katrínar af nokkrum af helstu verkum hennar sem reist hafa verið á sýningarstöðum víða um heim. Módelin eru frá árunum 2004–2015, meðal annars af verkum sem sýnd voru í Metropolitan safninu í New York og á Feneyjatvíæringnum 2013. Á sýningunni fá áhorfendur innsýn í starf Katrínar síðustu tíu ár og gefst kostur á að skoða vinnuferli frá hugmynd til listaverks. 

Katrín Sigurðardóttir hefur á fáum árum haslað sér völl sem ein áhugaverðasta listakona Íslendinga. Hún sýnir verk sín í Bandríkjunum og víða um Evrópu og er nafn hennar er komið inn í alþjóðlegar uppflettibækur um fremstu listakonur samtímans.

Listamannaspjallið hefst kl. 15. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1400, ókeypis fyrir Menningarkortshafa.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.