1. september 2016 - 18:00

Listamannaspjall: Ingibjörg Sigurjónsdóttir

Listamannaspjall: Ingibjörg Sigurjónsdóttir
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Sýning Ingibjargar Sigurjónsdóttur, Þetta er okkar fyrsta og síðasta verk opnaði á menningarnótt, 19. ágúst síðast liðinn. Á fimmtudag, 1. sept kl 18:00, ræðir sýningarstjórinn Bryndís Erla Hjálmarsdóttir við listakonuna um verk hennar sem eru í formi teikninga, skúlptúra, texta og myndbands. Framsetning Ingibjargar er ljóðræn og fínleg en að baki leynast margslungnar hugleiðingar um hina sífelldu leit sem felst í allri listsköpun.

Ingibjörg er fædd árið 1985 í Reykjavík, hún lauk BA gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010 og hefur tekið þátt í sýningum, gjörningum og öðrum verkefnum bæði hér á Íslandi og erlendis. Ingibjörg býr og starfar í Reykjavík.

Þetta er fjórða einkasýning upprennandi listamanna sem opnar í sýningaröð D-salarins á árinu. Í D-sal Hafnarhússins eru að jafnaði sýnd verk eftir listamenn sem ekki hafa áður haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins. Markmið sýningaraðarinnar er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna innan veggja safnsins og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins. Áætlað er að opna fimmtu sýningu ársins fyrir áramót og verða þær þá orðnar 28 frá upphafi.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.