8. maí 2016 - 15:00
Listamannaspjall – Elín Hansdóttir: Uppbrot

Staður viðburðar:
Ásmundarsafn
Myndlistarmaðurinn Elín Hansdóttir ræðir við Dorothée Kirch sýningarstjóra um sýningu sína Uppbrot.
Ásmundarsafn er helgað verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Á sýningunni rýnir Elín í verk Ásmundar, glímir við arfleið hans og leitar áður ókannaðra flata. Elín og Ásmundur vinna með þrívíddina á ólíkan hátt, hann fangar form í efni, hún endurskilgreinir rýmið. Átökin milli nýrra verka Elínar og verka Ásmundar opna áhorfendum nýja sýn.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.