22. febrúar 2015 - 15:00

Listamannaspjall: Arna Valsdóttir

Arna Valsdóttir
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Í tilefni af Konudeginum næstkomandi sunnudag ætlar Arna Valsdóttir að ræða við gesti um verk sitt á sýningunni Vatnsberinn-Fjall+kona sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni.

Á sýningunni er þess minnst að á árinu 2015 eru 100 ár liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Hin kunna höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberinn (1937), er þungamiðja og leiðarstef sýningarinnar. Á sýningunni verða önnur valin verk Ásmundar í samtali við verk þeirra Örnu Valsdóttur, Daníels Magnússonar, Kristínar Gunnlaugsdóttur, Níelsar Hafsteins, Ólafar Nordal, Ragnhildar Stefánsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar. Sýningin stendur til 26. apríl 2015. Sýningarstjóri er Harpa Björnsdóttir.

Listamannaspjallið hefst kl. 15, aðgangseyrir er kr. 1.400; ókeypis fyrir Menningarkortshafa, eldri borgara (70 ára og eldri) og 18 ára og yngri.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.