3. febrúar 2023 - 19:00
3. febrúar 2023 - 21:00

Listahópur Reykjavíkur 2023 – Forward: HOFIE V

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Safnanótt 2023 í Hafnarhúsi!

Á safnanótt mun Listahópur Reykjavíkur, dansflokkurinn FORWARD, sýna verkið HOFIE V eftir Linde Rongen í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi.

Sýningar verða kl. 19.00 og kl. 21.00.

Um verkið:

Dag frá degi líða árin í gegnum hringlaga hreyfingu á mælikvarða sem fer fram úr okkar skilningi. Stöðug hreyfing sem setur takt lífs þíns, lífs míns. Gæti gangur tunglsins verið eina líkamlega tilvísun til tíma skynjunar okkar?
Í þessu verki munu dansararnir kanna andrúmsloft þar sem gangur lampans ræður tímanum og býr til hreyfimynd með áhorfendum.
HOFIE er karakterrammi, tilfinning, fagurfræði sem flytjandi getur orðið hluti af.

,,Líkaminn heldur áfram án sálar og tilfinninga, þegar tónlistinni lýkur koma þau aftur saman, þar sem sálin og tilfinningarnar voru í hvíld." - Hafey (dansari)

Athugið: Áhorfendur sitja á sviðinu, vinsamlegast verið meðvituð um dansarana og rýmið sem þeir þurfa til að flytja verkið. Sviðsstjórar munu leiða ykkur um rýmið. Stólar og púða verða í boði.

Danshöfundur: Linde Hanna Rongen
Ljósahönnuður: Aymeric Duriez
Aðstoð: Júlía Kolbrún Sigurðardóttir
Tónlist: HOFIE III: ORBIT (album) by Linde Hanna Rongen
Myndefni: Patrik Ontkovic
Framkvæmdastjórn: Aude Busson

Dansarar:
Álfheiður Karlsdóttir
Assa Davíðsdóttir
Bergþóra Sól Elliðadóttir
Bryndís Ólafsdóttir
Diljá Þorbjargardóttir
Freyja Vignisdóttir
Hafey Lipka Þormarsdóttir
Kristína Rannveig Jóhannsdóttir

FORWARD er danshópur fyrir unga dansara 18-30 ára og er nývalinn Listahópur Reykjavíkur 2023. Danshópurinn æfir reglulega og með fjölbreyttum tæknikennurum og listamönnum. Í gegnum árin hefur Forward tekið þátt í fjölmörgum viðburðum og hátíðum á Íslandi sem og erlendis. Forward var tilnefnd til Grímunnar fyrir „Sprota Ársins“ 2022.

Samtarf Linde og FORWARD er hluti af verkefninu SKISSAN sem er í umsjón Dansgarðsins og með það markmið að ungir dansarar og nýir danshöfundar fá að æfa, styðja og þroskast hlið við hlið.

Verð viðburðar kr: 
0