3. mars 2018 - 14:00 til 16:00

Líðandin – la durée: Málþing

Benedikt Hjartarson, Aldís Arnardóttir og Ólafur Ingi Jónsson.
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Málþing haldið í tengslum við sýninguna Líðandin – la durée sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.

Á sýningunni Líðandin – la durée gefur að líta mörg verk Kjarvals frá fyrri hluta síðustu aldar þegar hann komst fyrst í kynni við framúrstefnuhreyfingar í Evrópu.

Frummælendur á málþinginu eru Aldís Arnardóttir sýningarstjóri sýningarinnar, Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur og Ólafur Ingi Jónsson, deildarstjóri forvörsludeildar Listasafns Íslands.

Einn af þessum mönnum var jeg
Aldís Arnardóttir sýningarstjóri
Aldís fjallar um hvernig hugmyndir franska heimspekingsins Henri Bergson tengjast myndmáli Kjarvals allt frá fyrri hluta ferils hans til landslagmyndraða síðar á ferlinum.
Einnig verður sjónum beint að borgarhugmyndum Kjarvals sem birtast bæði í skrifum hans í tímaritunum Árdegisblaði listamanna og Grjóti.
Litið verður til nokkurra verka listamannsins í samhengi við þessi skrif og annarra menntamanna í Reykjavík á þriðja áratug síðustu aldar.  

Fútúristar af guðs náð - um Kjarval, evrópska framúrstefnu og íslenska menningarumræðu á fyrstu áratugum tuttugustu aldar
Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur
Benedikt beinir sjónum sínum að verkum Kjarvals frá upphafsárum listamannsferilsins, þar sem greina má samræðu við verk ítalska fútúrismans og annarra evrópskra framúrstefnuhreyfinga.
Kjarval var einn þeirra íslensku listamanna sem glímdi með markvissum hætti við framsæknar hugmyndir slíkra hreyfinga og sér þess einkum stað í verkum hans frá síðari hluta annars áratugarins og fram á þann þriðja.
Leitast verður við að staðsetja umrædd verk Kjarvals innan evrópsks og norræns menningarsamhengis, ekki síður en innan íslenskrar menningarumræðu á tímabilinu.

Hvítasunnudagur -  tæknilegar rannsóknir og uppruni
Ólafur Ingi Jónsson, deildarstjóri forvörsludeildar Listasafns Íslands
Í erindinu mun Ólafur Ingi fjalla um rannsóknir sínar á málverki Jóhannesar S. Kjarvals Hvítasunnudagur.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.