18. maí 2021 - 12:00 til 12:30

LHÍ: Tæknivæðing og breytingar í matvælakerfum framtíðar

Tæknivæðing og breytingar í matvælakerfum framtíðar
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Hörn Halldórudóttir Heiðarsdóttir er með B.Sc. í iðnaðarverkfræði og hugbúnaðarverkfræði frá HÍ og starfar nú hjá FAO. Hún hefur rannsakað fýsileika hátæknigróðurhúsa á Íslandi ásamt sérfræðingum hjá Háskólanum í Wageningen og hefur öðlast víðtæka þekkingu á matvælakerfum heimsins og tæknivæðingu í matvælaiðnaði. Hörn er hluti af Food Climate Partnership, alþjóðlegu teymi sérfræðinga frá Columbia University, NYU, FAO og AgMIP, sem rannsakar kolefnisspor matvælakerfa heimsins og þrýstir á aðgerðir þar að lútandi. Hörn mun deila reynslu sinni og þekkingu í samtali við Guðnýju Söru Birgisdóttur og ræða útskriftarverk hennar sem fjallar um framtíð matvæla og samband manna, dýra og tækni.

Staðsetning: Salur C