20. maí 2021 - 18:00 til 22:00

LHÍ: Farvegir og form

Farvegir og form
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Hvernig myndgerist tauganet gervigreindar? Hvernig rannsökum við ásjónu vellíðunar? Hvernig á að fjalla sjónrænt um kynjatvíhyggju og hver er kjarninn í formheimi íslenskra sælgætisumbúða?

Spurningar af þessu tagi voru lagðar fram af nemendum og kennurum í námskeiðinu Farvegir og form á 3. ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands haustið 2020. Nemendur unnu sjónræna framsetningu á ritgerð sinni til BA gráðu eða einstaka þáttum tengdum inntaki hennar og rannsóknarefni. Í ferlinu var leitast við að varpa ljósi á rannsóknina og dýpka hana ásamt því að miðla á áhugaverðan hátt.

Áhersla var lögð á að finna ritgerðarskrifunum myndgerðan farveg og á að hanna form sem best henta efninu. Valin form að þessu sinni voru 15 veggspjöld sem skorin eru niður í prentaða bók, vefsíða sem inniheldur yfirlit yfir verkefnin og stafræn myndbandsverk eða gagnvirkar frumgerðir.