2. febrúar 2019 - 13:00 til 15:00

LEIKUM AÐ LIST – Þingvallamósaík

LEIKUM AÐ LIST – Þingvallamósaík
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Skemmtileg listasmiðja fyrir alla fjölskylduna í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum, þar sem unnið verður sameiginlegt mósaíkverk í anda meistara Kjarvals.

Aðgöngumiði inn á safnið gildir. Ókeypis fyrir börn í fylgd fullorðinna. 

Barnafjölskyldur eru sérstaklega boðnar velkomnar á Listasafn Reykjavíkur, því hvað er betra en að rölta um og skoða listaverk Í fjölskylduvænu umhverfi?

Reglulega er boðið upp á fjölskylduleiðsagnir sniðnar að yngri áhorfendum og listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur þeirra, þar sem gaman er að skapa sín eigin listaverk saman eftir heimsókn á safnið.

Á vorönn 2019 eru ýmsar listasmiðjur fyrsta laugardag í mánuði á Kjarvalsstöðum eins og Þingvallasmiðja, Op–Art smiðja og Blómasmiðja. Þá verður einnig Erró fjársjóðsleit í Hafnarhúsi, fjölskylduleiðsögn í Ásmundarsafni og ratleikir um útilistaverk á Klambratúni. 

Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur