11. júní 2022 - 11:00

Leikum að list: Spor og þræðir

Petra Hjartardóttir (1993), Litla lufsa, 2022. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Skemmtileg listasmiðja fyrir fjölskyldur í tengslum við sýninguna Spor og þræðir á Kjarvalsstöðum. Leiðbeinandi er Sigríður Melrós myndlistarkona.

Skráning HÉR eða í móttöku við komu.

Á sýningunni Spor og þræðir eru nýleg verk eftir fjölbreyttan hóp listamanna sem sauma út eða nýta nál og þráð sem verkfæri við listsköpun sína. 

Ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.