3. desember 2023 - 13:00

Leikum að list: Málum sjóndeildarhringinn!

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Leikum list! Fyrsta sunnudag hvers mánaðar.

Sunnudaginn 3. desember kl. 13.00–15.00 verður listasmiðja fyrir börn og fjölskyldur á Kjarvalsstöðum.

Málum sjóndeildarhringinn! Fjöll verða að dölum og dalirnir að skógum í þessari smiðju þar sem fjölskyldum býðst að mála sjóndeildarhringinn á ægistóran renning. Við sækjum innblástur í landslagsverk 20. aldar á sýningunni Kjarval og 20. öldin: Þegar nútíminn lagði að.

Allur efniskostnaður innifalinn í aðgangseyri, frítt er inn á safnið fyrir börn.

Umsjón með smiðju hefur Maríanna Eva Dúfa Sævarsdóttir myndlistarmaður og listkennslunemi.

 

Leikum að list er yfirskrift fjölskyldudagskrár Listasafns Reykjavíkur. Þar eru börn sérstaklega boðin velkomin í safnið ásamt foreldrum sínum til þess að skoða og upplifa myndlist í gegnum leiki og skemmtilegar umræður.

Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.

Við Leikum að list reglulega allt árið um kring og það er um að gera að fylgjast með á dagskrársíðu safnsins. Fjölskyldurýmin eru síðan alltaf opin.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.