12. febrúar 2022 - 11:00 til 13:00

Leikum að list: Listasmiðja fyrir fjölskyldur

Leikum að list: Fjölskylduleiðsögn með leikjum
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Listasmiðja fyrir fjölskyldur þar sem börnum og forráðamönnum þeirra er boðið að skapa sín eigin listaverk eftir að hafa skoðað sýninguna Eins langt og augað eygir  með verkum Birgis Andréssonar á Kjarvalsstöðum.

Skráning HÉR

Myndlistarmaðurinn Birgir Andrésson (1955-2007) var leiðandi afl í íslenskri myndlist í meira en 30. Á sýningunni má sjá yfir 100 verk frá ferli hans, en Birgir leitaði í brunn íslenskrar menningar, sagna, hefða og handverks þjóðarinnar og dró þar fram þætti sem hann síðan setti fram á sinn einstæða hátt.

Ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.