20. nóvember 2021 - 11:00

Leikum að list: Gjörningakrakkasmiðja

Leikum að list: Gjörningakrakkasmiðja
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Gjörningakrakkasmiðja í tengslum við listahátíðina Gjörningaþoka í Hafnarhúsi.

Hafnarhúsið er undirlagt af gjörningalist í nóvember með listahátíðinni Gjörningaþoka sem fer fram dagana 18.-21. nóvember 2021. Listformið á sér langa og merka sögu og stendur um þessar mundir í miklum blóma. Dagskráin endurspeglar þetta með því að samtvinna flutning gjörninga eftir unga listamenn sem eru að prófa sig áfram með formið og eftir eldri og reyndari listamenn sem hafa mótað sinn sérstaka stíl, aðferðir og viðfangsefni. 

Ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.