16. janúar 2021 - 11:00

Leikum að list: Gilbert & George fjölskyldudagskrá

Leikum að list: Gilbert & George fjölskyldudagskrá
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Fjölskyldudagskrá í tengslum við sýninguna Gilberts og George: THE GREAT EXHIBITION. Við leikum okkur sem lifandi fjölskylduskúlptúrar og búum til myndir úr mörgum reitum eins og Gilbert og George. Í sóttvarnarskyni verður hver fjölskylda er með sérstaka vinnustöð og efni er ekki deilt á milli fjölskylduhópa.

Aðeins 5 fjölskyldur komast á viðburðinn og þær fjölskyldur ganga fyrir sem eru skráðar.

Skráning fjölskyldu á fraedsludeild@reykjavik.is​

Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. janúar.

Ókeypis er fyrir börnin en miði á safnið, Menningarkort eða árskort gilda fyrir fullorðna. Hlökkum til að sjá ykkur.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.