6. nóvember 2021 - 11:00
29. janúar 2022 - 11:00
26. febrúar 2022 - 11:00

Leikum að list: Galdraleiðsögn fyrir fjölskyldur

Galdraleiðsögn fyrir fjölskyldur
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Galdraleiðsögn fyrir fjölskyldur um sýninguna Abrakadabra – töfrar samtímalistar í Hafnarhúsi. Þeir sem vilja mega koma í galdrabúningum!

Skráning HÉR

Töfrar samtímalistar eru afhjúpaðir á þessari einstöku sýningu fyrir ungmenni og alla sem vilja njóta og upplifa ný verk eftir samtímalistamenn. Verkin eru öll í safneign Listasafns Reykjavíkur. Framsetning, miðun og fræðsla miðar að því að opna töfraheim myndlistar eins og hann blasir við í dag fyrir yngri markhópum.

Ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.