30. janúar 2021 - 13:00 til 14:30

Leikum að list: Fjölskyldudagskrá

Leikum að list: Fjölskyldudagskrá
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Fjölskyldudagskrá í tengslum við sýninguna Óravídd.

Við leikum okkur að því að búa til fallega garða og leiðréttum myndir í anda sýningar Sigurðar Árna Sigurðssonar myndlistarmanns,  Óravídd, sem nú er uppi á Kjarvalsstöðum.  Gott er að vera búin að ganga í gegnum sýninguna með börnunum áður en fjölskyldan kemur í vinnustofuna.

Í sóttvarnarskyni verður hver fjölskylda er með sérstaka vinnustöð og efni er ekki deilt á milli fjölskylduhópa.

Aðeins 5 fjölskyldur komast á viðburðinn og þær fjölskyldur ganga fyrir sem eru skráðar.

Skráning fjölskyldu er hér.

Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna, heimsóknin sé skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.

Ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.