4. desember 2021 - 11:00

Leikum að list – Á ferðalagi með Erró: Ratleikur um sýninguna Ferðagarpurinn Erró

Leikum að list – Á ferðalagi með Erró: Ratleikur um sýninguna Ferðagarpurinn Erró
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Ratleikur um sýninguna Ferðagarpurinn Erró í Hafnarhúsi.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Skráning HÉR

Ferðalög Errós gegna mikilvægu hlutverki í tilurð verka hans. Hvert sem hann fer sankar hann að sér hundruðum mynda. Hann nýtir þær í samklippuverk sem smám saman verða að málverkum. Hugmyndin um ferðalög og tilfærslur birtist í mörgum verkum, þar sem hann notar mótíf eins og flugvélar, eldflaugar, lestir, fugla, hesta eða jafnvel ofurhetjur. 

Ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.