24. september 2022 - 13:00 til 15:00

Leikum að list: Erró-klippismiðja fyrir fjölskyldur

Leikum að list: Erró-klippismiðja
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Í Erró-klippismiðju gefst fjölskyldum tækifæri á að vinna klippimyndir saman í anda Erró í tengslum við yfirlitssýninguna Erró: Sprengikraftur mynda í Hafnarhúsi.

Skráning HÉR eða í móttöku við komu.

Myndir Errós eru fjölbreytilegar og áhugaverðar fyrir allan aldur. Tilvalið er að skoða fyrst sýninguna og koma svo á bryggjuna á 2. hæð til að búa til eigin klippimyndir. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.

Ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.