16. september 2018 - 14:00
20. september 2018 - 20:00
23. september 2018 - 14:00
22. september 2018 - 14:00
30. september 2018 - 15:00

Leikrit: Bláklukkur fyrir háttinn

Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Leikritið Bláklukkur fyrir háttinn eftir Hörpu Arnardóttur var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík 2018. Hljóðverkið var flutt í mongólsku hirðingjatjaldi í hverjum landsfjórðungi. Á Uxahryggjum í þjóðgarði Þingvalla, Hólahólum í þjóðgarði Snæfellsjökuls, við Sandvatn syðra á Mývatnsheiði og við rætur Snæfells Vatnajökulsþjóðgarði. Gestir mættu til leiks á fyrrnefndum stöðum og gengu í fylgd leiðsögukonu hálftíma kyrrðargöngu að tjaldinu þar sem þeir stigu inn og hlýddu á verkið. Margrét H. Blöndal safnaði augnablikum í heimild.
 
Viðburðurinn í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi er tvíþættur:
Annars vegar rennur heimildarmyndin í fjölnotarýminu og hljóðverkið í portinu á opnunartíma safnsins.
Hins vegar eru sýningar þar sem leiðsögukona tekur á móti gestum og leiðir þá inn í töfraveröld hirðingjatjaldsins þar sem hlustað verður saman á Bláklukkurnar.

Leikarar eru Kristbjörg Keld, Ingvar E. Sigurðsson og  Harpa Arnardóttir. Einar Sigurðsson gerði hljóðmynd og var verkið tekið upp í leiklistarstúdíói Ríkisútvarpsins s.l. vor.

Verkefnið er styrkt af Menninga- og menntamálaráðuneytinu og Listamannalaunum og framleitt af Augnablik.

Takmarkaður sýningarfjöldi

Miðasala á tix.is
 
Um verkið 
Bláklukkur fyrir háttinn eftir Hörpu Arnardóttur skapar heim sem leikur á mörkum hversdagslegs raunsæis og ljóðrænu.
Smávægilegir hlutir eins og lyklar og skrár fá djúpstæðari og margræðari merkingu þegar hjónin Mæja og Siggi stíga inn í íbúð látinnar konu, heim sem er þeim bæði kunnuglegur og óþægilega framandi.
Þau finna dagbækur hinnar látnu sem snerta viðkvæman streng.
Margrét hin látna mætir til leiks. 

Höfundur og listrænn stjórnandi: 
Harpa Arnardóttir

Leikendur:
Kristbjörg Keld
Ingvar E. Sigurðsson
Harpa Arnardóttir

Hljóðmynd:
Einar Sigurðson

Hljóðveruleiki í tjaldi:
Guðmundur Ragnar Guðmundsson

Heimildarmynd: 
Margrét H. Blöndal
 
Sérstakar þakkir:
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Filippía Elíasdóttir
Ásta Arnardóttir
 
Augnablik þakkar enn fremur hjálparsveit vina og kunningja fyrir ómetanlega aðstoð við flutning og burð á hirðingjatjaldi sem og Þjóðgarðinum á Þingvöllum, Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Snæfelli Vatnajökulsþjóðgarði og ábúendum á Gautlöndum og Stöng í Mývatnssveit fyrir tjaldstæði.

Slóð inn á Bláklukkur fyrir háttinn í bækling Listahátíðar í Reykjavík 

Heimasíður:
https://www.harpaarnardottir.com
http://this.is/augnablik/

Verð viðburðar kr: 
2 900