13. júlí 2017 - 20:00

Leiðsögn: Tómas Örn Tómasson

Tómas Tómasson við tökur á verki Ragnars Kjartanssonar, The Visitors. Ljósmynd: Elísabet Davíðsdóttir.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Tómas Örn Tómasson, kvikmyndagerðarmaður og samstarfsmaður Ragnars Kjartanssonar, tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Guð, hvað mér líður illa í Hafnarhúsi.

Tómar Örn stjórnaði upptökum á þremur verkum á sýningunni, Hellingur af sorgSviðsetningar úr vestrænni menningu og Heimsljós – líf og dauði listamanns. Tómas hefur komið að framleiðslu fjölda annarra verka með Ragnari, þar má nefnaThe VisitorsThe Man og Seglskipið Timburmenn (SS Hangover). 

Aðgöngumiði á safnið gildir.

GAMMA er aðalstuðningsaðili sýningarinnar.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.