14. september 2017 - 12:30

Leiðsögn: Temma Bell og Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri

Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri og Temma Bell

Leiðsögn um sýninguna Kyrrð með Temmu Bell, dóttur Louisu Matthíasdóttur, og Ólöfu K. Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur.

Kyrrð er viðamikil yfirlitssýning á verkum listakonunnar Louisu Matthíasdóttur (1917-2000) þar sem kærkomið tækifæri gefst til að fá yfirsýn yfir feril listakonu sem á einstakan hátt hefur túlkað íslenskt landslag.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.