4. mars 2021 - 20:00

Leiðsögn sýningarstjóra: WERK – Labor Move

Birta Guðjónsdóttir sýningarstjóri. Ljósmynd: Eyþór Árnason.
Staður viðburðar: 
Hafnarhús

Leiðsögn Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra um sýninguna Hulda Rós Guðnadóttir: WERK – Labor Move í Hafnarhúsi.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.

Á einkasýningu sinni í A-sal Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi beinir Hulda Rós Guðnadóttir sjónum að samfélagslegum viðfangsefnum í staðbundinni innsetningu. 

Innsetningin WERK – Labor Move er unnin sérstaklega fyrir salinn en Hafnarhúsið var upphaflega byggt sem vörugeymsluhús á hafnarbakkanum. 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.