17. nóvember 2016 - 18:00

Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Hólmlendan

Yean Fee Quay
Staður viðburðar: 
Hafnarhús
Sýningarstjórinn Fee Quay leiðir gesti um sýninguna Hólmlendan eftir írska listamanninn Richard Mosse sem ferðaðist um austurhluta Lýðveldisins Kóngó í fjögur ár.

Í verkinu snýr Mosse upp á hefðbundið raunsæi ljósmyndunar og skapar áhrifamiklar myndir með hörmungar í brennidepli. Upptökurnar eru magnþrungnar og óraunverulegar, í bleikum tónum, og sýna stríðshörmungarnar í landinu. 

Verkið var frumsýnt á Feneyjatvíæringnum 2013 þar sem hann var fulltrúi Írlands.

Leiðsögnin fer fram á ensku. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur og Árskorts Listasafns Reykjavíkur.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.