3. febrúar 2023 - 21:00

Leiðsögn sýningarstjóra: Rauður þráður

Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Safnanótt 2023 á Kjarvalsstöðum!

Sigrún Inga Hrólfsdóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Hildur Hákonadóttir: Rauður þráður verður með leiðsögn á Kjarvalsstöðum á Safnanótt kl. 21.00.

Sýningin veitir innsýn í feril Hildar og starfsaðferðir hennar í gegnum tíðina sem eru samofnar þeim málefnum sem eru efst á baugi í samtíma okkar, einkum umhverfis- og jafnréttismál. Hildur er einnig mikilvirkur ræktandi og hefur velt fyrir sér margvíslegum kerfum, bæði manngerðum og lífrænum, sem er að finna í heiminum.

Litrík dagskrá verður í öllum safnhúsum Listasafns Reykjavíkur gestum að kostnaðarlausu.

Dagskrá safnsins á Safnanótt

Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 3. febrúar en þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá til 23.00.
 

Verð viðburðar kr: 
0