Leiðsögn sýningarstjóra: Mentor

Edda Halldórsdóttir og Sigurður Trausti Traustason sýningarstjórar verða með leiðsögn um sýninguna Mentor: Ásmundur Sveinsson og Carl Milles í Ásmundarsafni sunnudaginn 21. maí kl. 13:00.
Á sýningunni verða verk myndhöggvaranna Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) og Carls Milles (1875-1955) frá Svíþjóð. Sýningin er liður í samstarfi Millesgården og Ásmundarsafns sem eiga það sameiginlegt að vera söfn tileinkuð lífi og starfi listamannanna tveggja. Carl Milles er einn virtasti myndhöggvari Svíþjóðar og líkt og Ásmundur gaf hann hús sitt, vinnustofu og verk til þjóðar sinnar eftir sinn dag. Carl Milles var lærifaðir Ásmundar á námsárum hans í Stokkhólmi en árið 2020 voru hundrað ár liðin frá því að Ásmundur hóf nám við Konunglega sænska listaháskólann undir handleiðslu Milles
Öll velkomin og frír aðgangur alla helgina!