Leiðsögn sýningarstjóra: Jæja

Markús Þór Andrésson sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Guðjón Ketilsson: Jæja á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 13. nóvember kl. 14.00.
Skráning HÉR
Á yfirlitssýningunni Jæja um listferil Guðjóns er von á ýmsu. Þar má sjá skúlptúra samsetta úr fundnum húsgögnum sem hann hefur meðhöndlað á sinn einstaka hátt, fínpússaða trémuni sem líkjast fáséðum nytjahlutum á minjasafni, hárnákvæmar teikningar af líkamspörtum, hús og byggingar af öllum gerðum, samsafn af drasli sem hann hefur viðað að sér og raðað upp í eina heild, ljósmyndir af uppröðuðum munum og fatnað – allskonar fatnað útskorinn í tré, eins og skó, lendarskýlur og hatta. Öll eru verkin á mannlegum skala, þau spretta úr samspili hugar og handar og virka eins og framlenging á manneskjunni.