24. júní 2021 - 20:00
Leiðsögn sýningarstjóra: Iðavöllur

Staður viðburðar:
Hafnarhús
Markús Þór Andrésson sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Iðavöllur í Hafnarhúsi.
Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.
Þar sem það er fimmtudagurinn langi er enginn aðgangseyrir!
Hafnarhúsið allt er vettvangur kraftmikillar sýningar á nýjum verkum ungra listamanna sem líta má á sem leiðandi afl sinnar kynslóðar um leið og draga má ályktanir um stærra samhengi innlendrar sem alþjóðlegrar samtímalistar. Nokkuð er liðið síðan staðan var tekin á þeim hræringum sem eru í deiglunni meðal þeirra listamanna sem eru í mestum vexti og blóma á sínum ferli og endurspegla viðfangsefni og nálgun samtímans.
Sýningarstjórar: Aldís Snorradóttir, Markús Þór Andrésson og Ólöf Kristín Sigurðardóttir.