24. október 2021 - 14:00

Leiðsögn sýningarstjóra: Gróður jarðar

Leiðsögn sýningarstjóra: Gróður jarðar
Staður viðburðar: 
Ásmundarsafn

Markús Þór Andrésson sýningarstjóri segir frá sýningunni Carl Boutard og Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar í Ásmundarsafni.

Skráning HÉR

Höggmyndalist Carls hefur þróast út frá ástríðu listamannsins fyrir umhverfinu, bæði manngerðu og náttúrulegu. Verk hans eru gjarnan unnin í samhengi við almannarými og þau endurspegla tengsl á milli manns, náttúru og menningar. Carl lýsir sér sem „hefðbundnum myndhöggvara“ með tilvísun í áherslu sína á efni og form og þá virkni verkanna að þau taka breytingum eftir því frá hvaða sjónarhorni horft er á þau. Verkin kunna að virðast óhlutbundin en þau eru iðulega dregin af náttúrulegum formum sem finna má agnarsmá í jurtaríkinu eða gríðarstór í himingeiminum.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.