15. september 2021 - 12:00

Leiðsögn sýningarstjóra: Eilíf endurkoma

Leiðsögn sýningarstjóra: Eilíf endurkoma – Kjarval og samtíminn
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Edda Halldórsdóttir sýningarstjóri verður með síðustu hádegisleiðsögnina um sýninguna Eilíf endurkoma – Kjarval og samtíminn á Kjarvalsstöðum. Engin skráning.

Sýningunni lýkur 19. september.

Á þessari viðamiklu sýningu mynda verk Jóhannesar S. Kjarvals (1885-1972) þráð sem tengir tvenna tíma. Hér er verkum hans teflt fram ásamt verkum myndlistarmanna sem sett hafa svip sinn á íslenskt listalíf síðustu ár.

Tilvalið er að fá sér léttan hádegisverð á Klömbrum Bistro á undan eða eftir leiðsögn.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.