29. júlí 2021 - 20:00

Leiðsögn sýningarstjóra: Eilíf endurkoma

Leiðsögn sýningarstjóra: Eilíf endurkoma
Staður viðburðar: 
Kjarvalsstaðir

Síðasti fimmtudagur mánaðarins er Fimmtudagurinn langi! 

Markús Þór Andrésson sýningarstjóri segir frá sýningunni Eilíf endurkoma – Kjarval og samtíminn á Kjarvalsstöðum.

Þátttaka ókeypis, en skráning nauðsynleg HÉR.

Á þessari viðamiklu sýningu mynda verk Jóhannesar S. Kjarvals (1885-1972) þráð sem tengir tvenna tíma. Hér er verkum hans teflt fram ásamt verkum myndlistarmanna sem sett hafa svip sinn á íslenskt listalíf síðustu ár.

Klambrar Bistro opið til kl. 22.00.

Leiðsagnirnar í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum eru hluti af dagskrá Listasafns Reykjavíkur á Fimmtudeginum langa og er ókeypis.​

Verð viðburðar kr: 
0