15. maí 2021 - 14:00
Leiðsögn sýningarstjóra: Dýrslegur kraftur

Staður viðburðar:
Hafnarhús
Birgir Snæbjörn Birgisson sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna Dýrslegur kraftur í Hafnarhúsi.
Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR.
Á sýningunni Dýrslegur kraftur eru verk Errós frá ýmsum tímum sett í samhengi íslenskrar samtímalistar. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt og vísa til og/eða endurspegla á einn eða annan hátt þá fjölmörgu miðla sem Erró er þekktur fyrir og þann frjóa og kraftmikla hugmyndaheim sem birtist okkur í verkum hans.
Sýning:
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.